Fjölskyldan
Þið hafið tekið eftir henni, er það ekki? Ég trúi ekki öðru.
Ég er að tala um Rúnarsfjölskylduna, þar sem Hildigunnur er í hlutverki Don Corleone. Það er að segja Donnu Rúnars.
Á blogginu hennar fáum við að fylgjast í smáatriðum með þegar Fjölskyldan flytur þetta verk eða hitt, oft eftir Donnu sjálfa. Æsispennandi svo ekki sé nú dýpra í árinna tekið.
Hér um daginn var hún eitthvað að agnúast út í fólk fyrir að vilja borga 30 þúsund krónur fyrir að hlýða á "over the hill" tenór í íþróttahúsi. Væntanlega veit hún mæta vel sjálf að úrvalið af nothæfum tónlistarhúsum á Íslandi er ekkert til að falla í stafi yfir. Það eru auðvitað einhverjar kirkjur og svo Salurinn í Kópavogi en þar komast ekki nema 4 í sæti, nú eða Gunnar Birgisson.
Fyrir utan tónlistarafrek Fjölskyldunnar fáum við að frétta reglulega, undarlega reglulega, af því að þau hjónakornin hafi unnið þennan eða hinn rauðvínspottinn.
Svo er það kötturinn! Hvað er þetta með kattaeigendur? Af hverju halda þeir að kettir séu merkileg dýr?
Ég er að tala um Rúnarsfjölskylduna, þar sem Hildigunnur er í hlutverki Don Corleone. Það er að segja Donnu Rúnars.
Á blogginu hennar fáum við að fylgjast í smáatriðum með þegar Fjölskyldan flytur þetta verk eða hitt, oft eftir Donnu sjálfa. Æsispennandi svo ekki sé nú dýpra í árinna tekið.
Hér um daginn var hún eitthvað að agnúast út í fólk fyrir að vilja borga 30 þúsund krónur fyrir að hlýða á "over the hill" tenór í íþróttahúsi. Væntanlega veit hún mæta vel sjálf að úrvalið af nothæfum tónlistarhúsum á Íslandi er ekkert til að falla í stafi yfir. Það eru auðvitað einhverjar kirkjur og svo Salurinn í Kópavogi en þar komast ekki nema 4 í sæti, nú eða Gunnar Birgisson.
Fyrir utan tónlistarafrek Fjölskyldunnar fáum við að frétta reglulega, undarlega reglulega, af því að þau hjónakornin hafi unnið þennan eða hinn rauðvínspottinn.
Svo er það kötturinn! Hvað er þetta með kattaeigendur? Af hverju halda þeir að kettir séu merkileg dýr?
9 Comments:
frábært, frábært :-) heiður að þessu!
(er þetta nokkuð Egill, annars?)
Djöfull er þetta leiðinlegt blogg, fáðu þér vinnu og áhugamál.
Hildigunnur, takk, takk. Egill hver?
Kristján kontrabassaleikari, vertu úti væni.
Haha, annars er þetta mjög fyndið blogg, vildi bara sjá viðbrögðin...þau voru heldur dauf. :) Þetta á eftir að verða mikil gáta fyrir bloggara, hver er Rýnirinn? Rýnirinn kemur náttúrulega upp um sig þegar hann er búinn að skrifa um allan vinahópinn nema einn. Ég meina hvernig finndist þér ef allir vinir þínir nema einn skulduðu þér hundraðkall?
Þetta var nú svolítið augljós tilraun til að æsa Rýninn upp hjá þér Kontri. Þakka þér fyrir að benda mér á að ég þarf auðvitað líka að skrifa um mig... það er að segja ef ég er bloggari.
Gott að þú minntir mig á þetta með hundraðkallinn, ætlarðu ekki að fara að borga?
þessi hérþú skrifar reyndar betra mál, þannig að ég held þú sért ekki hann.
Kettir ERU merkileg dýr. En þetta blogg er nottla snilld, sérstaklega þetta með Salinn og Gunnar Birgisson. :)
Dem hvað þetta er fyndið
Skrifa ummæli
<< Home