5.3.05

Grumpy

Þið munið eftir kvikmyndinni Grumpy Old Men, er það ekki?

Mér dettur sú ágæta mynd alltaf í hug þegar ég lít inn á bloggið hans Erlings og það er ekki vegna þess að hann sé svo yfirgengilega fyndinn að öllu jöfnu. Það er reyndar ansi smellið hve hann er drjúgur yfir því hvað hann er mikið tæknitröll. Það er að segja að eigin áliti, ekki er vitað hvaða skoðun aðrir hafa á því máli.

Það virðist ekki vera mjög auðvelt að búa á Selfossi og kenna í Fjölbrautarskóla Suðurlands. En það er auðvitað mest vegna þess að allir eru á móti karlgreyinu. Nema kvenfólkið sem er flest, eða allt, æst í að komast í bælið með honum.

Verstir eru Framsóknarmennirnir sem sækja að honum úr öllum áttum eins og hver önnur plága. Hann má til dæmis ekki opna fyrir útvarp eða sjónvarp án þess að þar sé þessi óværa. Þetta er ekki á nokkurn mann leggjandi og engin furða að stundum sé skapið stirt.

Erlingur er einn af þessu fólki sem ekki sér sólina fyrir einhverju kattaróféti. Reyndar virðist læðan á stundum vera hans eini andlegi félagi.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég skal segja þér það að hann Erlingur, fyrrverandi kennari minn, kenndi mér eitt og annað um áróður og hvernig skuli bera kennsl á hann. Nú sýnist mér bloggið þitt aðeins vera samansafn af áróðri sem er til þess ætlaður að draga upp neikvæða mynd af ágætu fólki.

Svo ég vitni í ömmu: ,,Guð er ekki til en ég trúi á hið góða og slæma í mannssálinni."

Grumpy? Hver er það ekki? Ég tel þó að Erlingur kallinn sé með betri sál en þú, félagi. Hann fer þó ekki huldu höfði og lýgur upp á annað fólk. Leitaðu hjálpar.

-Grétar Halldórsson-

3/05/2005 09:27:00 e.h.  
Blogger Rýnirinn said...

Mér þykir afar ánægjulegt að heyra að þér hefur tekist að læra eitthvað af Erlingi. Allt bendir þó til að þú hefðir þurft að læra fleira.

Ekki ætla ég að fara í samanburð á sálum okkar Erlings, veit heldur ekki hver ætti að dæma þar um.

Mér þykir fyrir Erlings hönd vænt um að nemendur hans taki upp fyrir hann hanskan, en tel þó að hann sé fullfær um að verja sig sjálfur.

Að síðustu vil ég þakka umhyggju fyrir andlegu heilbrigði mínu og fullvissa þig um að ég mun leita mér hjálpar þegar þörf krefur.

3/06/2005 04:59:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home