6.3.05

Woddy hver?

Verður bloggari merkilegur við það að telja upp merkilegt fólk í blogpistli? Smitast snilldin á einhvern hátt yfir á bloggarann ef hann telur upp nægilega marga snillinga? Þetta eru spurningar sem hafa leitað á Rýninn núna síðustu daga.

Þórunn Hrefna virðist vera á þeirri skoðun. Hvorki fleiri né færri en fimm andans jöfrar í sömu færslunni, sem að öðru leyti er ekkert nema misskondnar tilvitnanir í Woddy Allen kvikmyndir. Er það snilld? Ef til vill.

Vandinn er hins vegar sá að þegar Þórunn Hrefna bloggar með þeim hætti að afrita samtöl úr kvikmyndum þá missa lesendur af að lesa hinn venjulega texta hennar. Venjulega fjalla bloggin um hve erfitt hlutskipti hennar er í kjallaraholu í vesturbænum. Baráttan við deadline, uppvask og uppeldi sonarins tekur greinilega gríðarlega á, sem aftur veldur því að þetta er æsispennandi lesning. Eða ekki.

Ekki ætlar Rýnirinn að kveða upp úr með það hvort lýsir meiri snilld. Hokursögur úr vesturbænum eða gífurleg "namedropping". Ef það er rétt hjá Þórunni Hrefnu að það að telja upp stórmenni andans auki mátt anda þess er upptalninguna fremur og þar að auki hróður hans, þá er ljóst að Rýnirinn hefur valið sér algjörlega röng viðfangsefni í þessum pistlum sínum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home