8.3.05

Lífið í sveitinni

Það er víst líf utan borgarmarkanna, ótrúlegt en satt. Það er meira að segja til fólk sem býr í sveitinni, með dýr! Hesta, kindur og hvað svoleiðis nú heitir. Þetta hefur Rýnirinn sannfærst um við lestur bloggsins hennar Hörpu.

Í sveitinni gerast ekki síður æsispennandi hlutir en í borginni. Upp á síðkastið höfum við til að mynda getað fylgst með spennuþrungnum dögum þegar fósturvísar í ám voru taldir, þegar skýrsla vegna virðisaukaskatts var útfyllt og síðast en ekki síst fjárbókhaldinu var sinnt.

Auk þessa þá fréttum við að Harpa tók próf, að því er virtist án þess að læra undir það. Ekki má heldur gleyma því að hún hefur tekið nokkur netpróf núna nýverið, það er alltaf jafn spennandi lesning.

Það kom Rýninum verulega á óvart nú um helgina þegar Harpa hélt því fram í blogpistli að hún ætti vini af holdi og blóði. Þar sem Rýnirinn taldi að áðurnefndar vísbendingar bentu alfarið til hins gagnstæða.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá maður, (ég er nú alveg orðin sannfærð um að þú ert maður) takk fyrir að skrifa svona fallega um mig.
Þvílíkur heiður!
Má ekki bjóða þér í lambalæri og rabbarbaravín við tækifæri ;-)

Ég er samt ennþá ósátt við að sjá nafnið mitt skrifað með litlum upphafsstaf...

3/08/2005 07:48:00 e.h.  
Blogger Rýnirinn said...

Rýnirinn hirðir lítt um þakkir eður skammir. Hann sinnir einungis köllun sinni.

Því miður er Rýnirinn ekki svo tæknilega sinnaður að hann geti útskýrt hví athugasemdakerfi þetta kýs að nota litla stafi í upphafi nafns ritara.

3/08/2005 10:14:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home