10.3.05

Hey Jude!

Kona er nefnd Anna. Rýnirinn verður að viðurkenna að hann hefur lúmskt gaman af blogginu hennar. Ekki svo mjög vegna þess það sé svo fyndið. Heldur vegna þess hvernig hún gefur karlkyns lesendum miskunarlaust undir fótinn, til þess eins að hrekja þá frá sér aftur.

Anna er einstæð tveggja barna móðir í vesturbænum og á ákaflega bágt. Eða svo má í það minnsta skilja á blogginu hennar á stundum. Hún varð til dæmis fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu nú nýverið að hún braut nögl. Oft hefur verið lýst yfir þjóðarsorg af minna tilefni, það verður að segjast eins og er.

Sögur af ástarlífi Önnu eru fyrirferðarmiklar á blogginu, svo fyrirferðarmiklar að ekki verður hjá því komist að álykta að ekki sé allt satt og rétt sem þar sagt. Þótt ekki hvarfli að Rýninum að gera lítið úr sigrum Önnu á þessu sviði þá hefur Rýnirinn alltaf efast hálfpartinn um sannleiksgildi sagna af sambandi hennar við Jude Law.

En það er margt fleira í lífi Önnu en Jude Law og brotnar neglur. Á blogginu má finna æsispennadi sögur af ferðum í líkamsræktarstöðvar sem og sögur af tiltekt, matseld og öðru áhugaverðu heimishaldi.

Ekki er hægt að láta staðar numið án þess að nefna samskipti Önnu við læknana sína. Það er gríðarlega áhugaverður lestur. Eða ekki.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég trúi ekki að þú sjáir í gegnum þetta með Jude! Merde.

Takk fyrir að gera ekki lítið úr sigrum mínum og takk fyrir að skrifa ekki bara um ósigrana.

Það vill engin tveggja barna móðir í vesturbænum vera með brotna nögl, enda hef ég ekkert geta mætt til vinnu síðan þetta gerðist. Ég fæ engin svör hjá læknunum mínum heldur. Þeir segja mér bara að taka heilsutvennu og fá rafvirkja til að laga bjölluna mína eða kaupa mér skrúfjárn og hætta að nota neglurnar til að skrúfa hluti í sundur. Fávitar.

Ég dáist að því hvernig þú finnur tíma til að lesa allt þetta blogg, ertu nokkuð fótbrotinn? Gaf ég þér undir hann nokkuð?

-Anna

3/10/2005 04:23:00 e.h.  
Blogger Rýnirinn said...

Nú er Rýnirinn í vanda, hann vanmat rannsóknarhæfileika Önnu. Það er rétt Rýnirinn er fótbrotinn og það er verulega vandræðalegt hvernig það gerðist.

Rýnirinn var að 'stalka' Önnu og gætti ekki að sér og varð fyrir bíl. Síðan er hann brotinn á báðum fótum og getur sig hvergi hrært. Hefur aftur á móti nægan tíma til að vafra á netinu.

3/10/2005 06:58:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Aha! Ég vissi það! Það myndi engin lesa allt þetta blogg nema hann væri fótbrotinn.

Lífið mitt hefur einmitt verið tómlegt undanfarið og hálf tilgangslaust eitthvað. Kemur niður á blogginu, augljóslega. Eitthvað hefur vantað og nú veit ég hvað það er. Hlakka til þegar þú kemst á fætur og tekur upp þráðinn. Of margir stalkerar sem hafa gefist upp eftir samningana. Ertu í stéttarfélaginu? Hringdu í mig ef þeir eru með skæting, veit um gamlan kall sem er við það að drepast úr hælsæri í blokkinni á móti. Þar færðu súper aðstöðu og fulla yfirsýn yfir allt sem ég geri - nema baðherbergið. Það er gluggalaust helvíti.

-Anna

3/11/2005 12:30:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home