9.3.05

Hvað gera orð?

Geta blótsyrði og önnur stóryrði komið í stað skynsamlegra raka? Rýninum virðist að sumt fólk haldi að svo sé.

Rýnirinn er eindregið á þeirri skoðun að fólk eigi að tjá sig á bloggsíðum sínum um þjóðmál og önnur þau mál sem eru efst á baugi í umræðunni hverju sinni. En hann er jafnframt eindregið þeirrar skoðunnar að fólk sem ekki getur lagt neitt annað til málanna er gífuryrði reyni aðeins að hugsa sinn gang.

Þessar hugleiðingar komu upp í huga Rýnisins eftir að hafa lesið blogg Hnakkusar. Rýnirinn þykist nú vera ýmsu vanur en annað eins samansafn gífuryrða hefur hann ekki í annan tíma séð. Getur verið að Hnakkus haldi að þetta sé fyndið? Eða heldur hann að hann sé meiri maður vegna þess að hann notar gífuryrði? Spyr sá sem ekki veit.

Rýnirinn er áhugamaður um mannlega hegðun, í það minnsta þann hluta hennar sem birtist á bloggsíðum. Hann hefur því velt fyrir sér hvað geti valdið slíkum blótsyrðaflaumi. Kemur Rýninum helst í hug að Hnakkus hafi dvalið löngum stundum fyrir framan sjónvarp og horft á útsendingar tónlistarstöðva á efni frá rapplistamönnum.

Það er þekkt víða um lönd að börn og aðrir lítt þroskaðir einstaklingar líta mjög upp til tónlistarmanna og tileinka sér málfar þeirra. Veldur það til að mynda oft því að börn og unglingar taka upp málfar rapparanna sem er vægast sagt ekki til fyrirmyndar.

4 Comments:

Blogger Hnakkus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

3/10/2005 12:59:00 f.h.  
Blogger Rýnirinn said...

Rýnirinn þakkar Hnakkusi fyrir að sanna mál sitt. Jafnframt frábiður hann sér slíkan munnsöfnuð.

3/10/2005 07:14:00 e.h.  
Blogger Rýnirinn said...

Við nánari athugun ákvað Rýnirinn að fjarlægja athugsemd Hnakkusar þar sem hann sér ekki hvað móðir hans kemur málinu við.

3/10/2005 07:23:00 e.h.  
Blogger Hnakkus said...

Pempía....og ég er ekki að tala um mömmu þína í þetta skiptið.

3/11/2005 01:21:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home