11.3.05

Lokað! Af hverju?

Eins og Rýnirinn hefur áður nefnt verður hann seint talinn með allra beittustu hnífunum í skúffunni. Í beinu framhaldi af því ótal margt sem hann ekki skilur. Eitt af því sem Rýnirinn skilur alls ekki er af hverju fólk er með læst blog.

Maður að nafni Guðmundur Rúnar Svansson er með eitt slíkt. Ekki er nú margt bitastætt á þeim hluta bloggsins sem er almenningi aðgengilegur og af ástæðum sem ættu að vera ljósar er Rýninum ekki kunnugt hvað er á hinum læsta hluta.

Rýnirinn hlýtur þó að álykta sem svo að þar skrifi Guðmundur Rúnar eitthvað það sem hann kærir sig ekki um að allir lesi. Það vekur upp spurninguna: "Af hverju að skrifa eitthvað sem ekki er í lagi að allir lesi?" Það er Rýninum hulið en auðvitað verður hver og einn að gera slíkt upp við sig og sína samvisku.

Rýnirinn hafði hugsað sér að fjalla aðeins nánar um opna hluta bloggsins en þar fátt þessi virði að fjalla um það. Mikill meirihluti færslna þar eru hlekkir á fréttir á mbl.is eða visir.is, það er umdeilanlegt hvort slíkt er áhugavert.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

thz fyrir vangavelturnar - svarissálæsta hlutanum ...

3/14/2005 11:59:00 e.h.  
Blogger Rýnirinn said...

Þakka þér miklu fremur. Ekki heldurðu í alvöru að Rýnirinn biðji um aðgang?

3/19/2005 11:25:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home