22.3.05

Einu sinni var blogg

Yfirskrift bloggsins hennar Ernu Erlingsdóttur er "Almennt snakk og kjaftæði" ef minnið er ekki að stríða Rýninum þeim mun meira þá var yfirskriftin hér áður og fyrrum "Einu sinni var..."

Það er einlæg skoðun Rýnisins að hún hefði átt að halda sig við gömlu yfirskriftina. Sú er nefnilega ótrúlega lýsandi fyrir þessa síðu hennar Ernu. Einu sinni var þetta blogg og þá hefði ef til vill verið hægt að segja að þar væri almennt snakk og kjaftæði, en það er ansi erfitt að halda því fram núna. Það er í það minnsta skoðun Rýnisins að í þeim orðum felist að eitthvað sé skrifað á síðuna.

Rýnirinn hallast að því að Erna sé einhver mesti aumingjabloggari sem hann hefur fundið á ferð sinni um lendur internetsins. Rýninum telst til að hún hafi skrifað 19 pistla það sem af er árinu, ef með eru talin netpróf og auglýsing vegna mótmæla 19. mars. Rýninum sýnist að hún hafi skrifað fimmta hvern dag eða þar um bil að meðaltali.

Hitt er svo annað mál að þar sem pistlarnir hafa fjallað um jafn spennandi efni eins og litinn á Strætóhúsinu við Lækjartorg og amerískt raunveruleikasjónvarp, þá er þetta ef til vill best svona.

Eða ekki.

Viðbót
Erna hefur breytt yfirskriftinni í "Blogg stundað stundum" það er svo sem ekki mjög erfitt að standa við það.

3 Comments:

Blogger Erna Erlingsdóttir said...

Ég játa, ég játa sekt mína! Iðrast einlæglega. Kannski. :)

3/22/2005 05:19:00 e.h.  
Blogger Erna Erlingsdóttir said...

En finnst þér liturinn á strætóhúsinu virkilega ekki gríðarlegt þjóðfélagsvandamál? Eða hreyfiveiki í ákveðnum rýmum?

3/22/2005 05:22:00 e.h.  
Blogger Rýnirinn said...

Litur þessa ákveðna húss á Lækjartorgi stendur Rýninum ekki að marki fyrir þrifum. Hann er líka slíkur lukkunnar pamfíll að hann þjáist lítt sem ekki af hreyfiveiki, hvorki í ákveðnum né óákveðnum rýmum.

3/23/2005 12:26:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home