16.3.05

Var einu sinni fyndinn

Bloggari nokkur ef borinn og barnfæddur Reykvíkingur ef Rýnirinn hefur skilið bloggið hans rétt. Maður þessi, sem er nýlega fluttur út á land, virðist í flestum tilfellum leggja talsvert mikið upp úr því að pistlarnir hans séu fyndnir. En að dómi Rýnisins mistekst það sorglega oft, sérstaklega nú upp á síðkastið.

Það er skoðun Rýnisins að eldri pistlar Jóns Svans sé margir nokkuð smellnir. Það er að segja pistlarnir síðan áður en hann flutti frá Reykjavík. Ekki er það þó skoðun Rýnis að þarna sé beint orsakasamband á milli. Það er áreiðanlega ekki svo að fólk sem flytur á Eskifjörð sé sprautað með bólefni gegn gamansemi. Það er þó Rýninum alveg hulið hver örsökin er fyrir þessari skyndilegu gengisfellingu húmorsins hjá manninum. Eiginlega finnst Rýninum þetta hið dularfyllsta mál.

Síðan Jón Svanur flutti austur þá hafa pistlar hana að mestu snúist um kennslu, barnauppeldi og verkamannavinnu. Eins og áður hefur komið fram finnst Rýninum pistlar um barnauppeldi gífurlega skemmtilegir. Það sama má segja um pistla sem fjalla um kennslu barna, þeir eru almennt alveg ótrúlega spennandi og áhugaverðir.

Eða ekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home