13.3.05

Háskólagráður

Ekki hefur Rýnirinn neitt á móti háskólagráðum, þær eru fínar til síns brúks. Enn síður hefur hann neitt á móti fólki sem skartar slíku gráðum. Slíkt fólk er í flestum tilfellum ágætis fólk, ekki síður en annað fólk.

Hitt verður Rýnirinn að viðurkenna að sér ekki nauðsyn þess fyrir bloggara að auglýsa fjölda þeirra háskólagráða sem viðkomandi hefur aflað sér, sér ekki að það komi lesendum bloggsins neitt við. Þetta hefur farfuglinn séð ástæðu til að gera. Ekki fylgir sögunni hvaða gráður það eru sem stúlkan hefur nælt sér í enda er það sjálfsagt aukaatriði.

Rýninum finnst þó ekki bloggið bera því vitni að hámenntuð kona ráði þar ríkjum. Þar er í það minnsta ekki mikið um háspekilegar vangaveltur. Meira er um dæmigert nöldur um lífið og tilveruna sem vart þarf langa háskólamenntun til að koma frá sér. Einnig er þar talað um karlmenn eða öllu heldur skort af þeim, æsispennandi. Eða ekki.

Nú er það auðvitað svo að háskólanám er fjölbreytt og langt því frá að Rýnirinn viti um allar greinar þess. Ef hann vissi til að hægt væri að afla sér meistaragráðu í "Áróðri gegn gömlum húsum" mundi hann telja að farfuglinn hafi einmitt gert það. Áhugi hennar á að rífa gömul hús í miðbæ Reykjavíkur er með hreinum ólíkindum.

3 Comments:

Blogger Unknown said...

He he. :) I luv u too.

3/13/2005 06:03:00 e.h.  
Blogger Rýnirinn said...

Þú verður að taka númer og fara í röðina góða.

3/14/2005 08:52:00 f.h.  
Blogger Unknown said...

Þú mátt koma og rífa með mér hús hvenær sem er. ;)

3/14/2005 10:06:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home