7.4.05

Frægð annarra

Eitt er það fyrirbrigði í hinum svokallaða "bloggheimi" sem Rýninum finnst í meira lagi undarlegt og jafnframt fremur leiðinlegt. Það eru það sem kallað hefur verið sníkjublogg og þeir sem það stunda sníkjubloggarar.

Það er að segja þeir sem skrifa langa, og í yfirgnæfandi meirihluta tilfella leiðinlega, pistla inn á athugasemdakerfi bloggara án þess að vera sjálfir með blogg. Þessir sníkjubloggarar skrifa þessar langlokur sínar í athugasemdakerfi mikið lesinna bloggara, væntanlega til þess að baða sig í frægð þeirra. Það er svo sem ljóst að það koma miklu mun fleiri til með að lesa sníkjubloggpistil sem er skrifaður í athugasemdakerfið hjá Nönnu, Stefáni eða Önnu, svo einhverjir séu nefndir, heldur en eitthvað blogg.

Reyndar sér Rýnirinn bara einn kost við þetta háttalag. Það er það að verður að teljast í hæsta máta ólíklegt að nokkur fara eyða tíma sínum í að skrifa slíka sníkjupistla í athugasemdakerfi Rýnisins.

3 Comments:

Blogger Þorbjörn said...

Já, ég var einmitt að fjalla um þetta nýlega á blogginu mínu

Eða ekki

4/07/2005 10:22:00 e.h.  
Blogger Þorbjörn said...

Sem er bæ ðe vei tobbitenor.blogspot.com

4/08/2005 09:14:00 f.h.  
Blogger Rýnirinn said...

Með áherslu á "eða ekki" þá?

4/08/2005 03:20:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home