9.4.05

Hverjir blogga?

Er bloggið vettvangur fyrir menntafólk til að koma skoðunum sínum á framfæri? Af þeim fjölda blogga sem Rýnirinn hefur lesið er mikill meirihluti þeirra skrifaður af fólki sem annaðhvort er í háskóla, eða hefur lokið háskólanámi, að ógleymdum þeim brottföllnu.

Einnig virðist Rýninum að mikill meirihluti þeirra sem blogga séu konur. Það getur auðvitað verið að það sé vegna þess að Rýnirinn er meiri áhugamaður um konur en karla.

Að mati Rýnisins er steríótýpískur bloggari kvenkyns kennari. Það eru ótrúlega margir kennarar og kennaranemar sem blogga. Sjómenn eru svo steríótýpan af þeim sem ekki blogga. Rýninn rekur ekki minni til að hafa séð blogg eftir sjómann, ja það er að segja fyrir utan Erling sem var á sjó á sínum yngri árum.

Hvernig ætli standi á þessu? Ekki hefur Rýnirinn trú á því að sjómenn séu ekki nægilega tölvulæsir. Í nútímatogurum hefur tölvuöldin rækilega haldið innreið sína svo sjómenn eru ýmsu vanir. Ekki er blogger heldur svo flókinn að aðrir geti ekki lært á hann fyrst Rýnirinn gat það.

2 Comments:

Blogger Bitringur said...

JÁ!!!! Meira menntafólk í bloggheima.

Það vantar fleiri síður með "með hliðsjón af og tilliti til" fyrir framan hverja einustu setningu.

5/02/2005 01:29:00 e.h.  
Blogger Ásgerður said...

Ég get upplýst leyndardóminn um bloggandi kennaranema: Salvör Gissurardóttir hefur til nokkurra missera kennt nemum KHÍ að setja upp bloggsíður sem skylduverkefni í upplýsingatækni. :-)

7/26/2005 03:10:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home