8.4.05

Voff

Hestar og efnafræði. Fullkomin blanda af viðfangsefnum sem öllum finnst gaman að lesa um, eða ekki.

Kona nokkur hefur dottið niður á þessa snilldar uppskrift að bloggi. Að vísu er það örlítið kryddað með æsispennandi sögum af því þegar hún fer út að hlaupa. Reyndar verður að segjast að það er ósanngjarnt að segja að bloggið fjalli bara um þetta. Ef Rýnirinn man rétt hefur hún líka fjallað um kökubakstur og eitthvað lítillega um kennslu í menntaskóla. Sem sagt, hvert viðfangsefnið öðru skemmtilegra, eða ekki.

Annars finnst Rýninum einn alvarlegur tæknilegur galli á nefndu bloggi. Reyndar er rétt að hafa þann fyrirvara að Rýnirinn er í fyrsta lagi nánast staurblindur og þar að auki alvarlega tölvulesblindur svo kannski fer hann með rangt mál. En sem sé þá fann Rýnirinn ekki út hvernig hægt væri að lesa eldri færslur á blogginu.

Það finnst Rýninum vera gríðarlega vont mál. Í fyrsta lagi vegna þess að það sem hér er nefnt að ofan er byggt á afar stopulu minni. Í annan stað vegna þess, sem er miklivægara, að Rýnirinn er mikill áhugamaður um hesta, efnafræði, hlaup og kökubakstur. Þessi tæknilegi galli hefur komið í veg fyrir að Rýnirinn gæti endurlesið eldri færslur um þetta efni á blogginu. Hefur þetta valdið Rýninum slíku hugarangri að hann hefur ekki geta á heilum sér tekið.

Eða ekki.