11.4.05

Pirraðar pælingar

Eins og Rýnirinn nefndi í síðasta pistli er mikill hluti bloggara kvenkyns kennarar. Ein þeirra er Ásta Svavars. Ef marka má fyrirsögnina á blogginu hennar, þá hefur hún talsverðar áhyggjur af hjúskaparstöðu sinni. Það verður þó að viðurkennast að hún hefur ekki mikið bloggað um þetta (meinta) skelfingarástand.

Ásta þessi liggur almennt ekki á skoðunum sínum og á það sammerkt með ýmsum sem hér hafa verið nefndir að trúa ekki á að doktor Altúnga hafi haft rétt fyrir sér um að við búum í besta heimi allra heima. Reyndar finnst Rýninum á stundum að hún hafi allt á hornum sér eins og sannri pipraðri kennslukonu sæmir.

Umfjöllunarefni hennar eru reyndar af ýmsum toga. Hún fjallar talsvert mikið um kennslu, sem er alltaf jafn spennandi. Svo eru það kettirnir sem eru auðvitað jafn sjálfsagður hluti tilverunnar hjá pipraðri kennslukonu og nöldrið og hnúturinn í hárinu.

Það er skoðun Rýnisins að Ásta hafi slegið öll met í umfjöllunarefnum á blogginu sínu þegar hún skrifaði nokkra pistla um stíflulosun. Þetta var æsispennandi viðureign og veitti ýmsum betur. Rýnirinn fylgdist með þessu af áhuga og réð sér vart fyrir spenningi.

Eða ekki.

3 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

er Rýni að tapast flugið? orðinn meira en mánuður frá síðustu færslu...

5/12/2005 01:05:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Greinilega alveg búinn á því.

5/19/2005 11:57:00 e.h.  
Blogger Bitringur said...

Dáinn?

8/22/2006 08:49:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home